Tilkynningar

04 24. 2018

Orlofsuppbót 2018

Orlof 2018

 

Orlofsuppbótin greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu.

Orlofsuppbót 2018 á almenna markaðnum....... kr. 48.000

Orlofsuppbót greiðist með launagreiðslu 1. Júní 2018. Fjárhæð orlofsuppbótar er ákveðin í kjarasamningi en á almenna kjarasamningi RSÍ og SA/SART er hún 48.000 kr. Sú fjárhæð miðast við fullt starf en uppbótin greiðist hlutfallslega ef starfsmaður hefur unnið hluta ársins eða er í hlutastarfi. Allir sem eru í starfi fyrstu viku í maí eða hafa starfað samfellt í 12 vikur hjá sama aðila á sl. 12 mánuðum eiga rétt á uppbótinni.

Þá er orlofstíminn hafinn og rétt að árétta helstu reglur er snúa að orlofi. Reglur um orlof eru annars vegar í kjarasamningi og hins vegar í lögum. Lágmarksorlof miðað við fullt starf er 24 dagar og hækkar upp í 30 daga eftir starfsaldri. Nánar má lesa um ávinnslu í kjarasamningi. Starfsmenn eiga rétt á því að taka a.m.k. 20 virka daga í orlof á tímabilinu 2. maí til 15. september, í einu lagi kjósi þeir svo. Atvinnurekandi á að reyna að verða við óskum starfsmanns um orlof. 

Hér er einungis tæpt á helstu reglum um orlof og orlofsuppbót. Ef  einhverjar spurningar vakna hafið samband við skrifstofu RSÍ.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?