Um RSÍ

16_thing

Rafiðnaðarsamband Íslands er landssamband stéttarfélaga rafiðnaðarmanna. RSÍ var stofnað árið 1970 af 400 félagsmönnum. Í dag er heildarfjöldi félagsmanna um 6.200 sem skiptast í 9 aðildarfélög. Fjölmennastir eru rafvirkjar eða um 2.550, þá rafeindavirkjar um 700, símamenn eru um 500, tæknimenn í rafiðnaði eru um 1.650, prent- og miðlunargreinar 900, kvikmyndagerðarmenn um 35.

Sambandið er starfsgreinasamband sem í eru allir launþegar sem starfa í rafiðnaðargeiranum, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki. Allur félagslegur rekstur er í höndum sambandsins ásamt umsjón eigna, sjóða og gerð kjarasamninga. Starfsemi sambandsins felst í að gæta hagsmuna félagsmanna og fjölskyldna þeirra, bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Formaður og jafnframt framkvæmdastjóri RSÍ er Kristján Þórður Snæbjarnarson. Dagleg stjórnun er í höndum framkvæmdastjóra í nánu samráði við framkvæmdastjórn. Þar sitja auk formanns, Borgþór Hjörvarsson varaform, Jakob Tryggvason gjaldkeri, Finnur Víkingsson ritari, Guðrún S. Bergþórsdóttir meðstjórnandi, Sigmundur Grétarsson meðstjórnandi og Jón Óskar Gunnlaugsson meðstjórnandi.  Í miðstjórn sitja auk framkvæmdastjórnar 15 einstaklingar. Miðstjórn RSÍ er æðsta vald sambandsins milli ársfunda og hittist að jafnaði 10 sinnum á ári.

Launakannanir Gallup fyrir RSÍ

Upplýsingar um skilagreinar launagreiðanda

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?