Fréttir frá 2005

04 17. 2005

Styrkir RSÍ 2005

Þeirri venju hefur verið fylgt frá 1995 að veita árlega styrki til líknarmála.Á hverjum degi fá starfsmenn RSÍ fjölmargar beiðnir um að styrkja margskonar málefni og flest þeirra eru mjög þörf. Það leiddi til þess að sú ákvörðun var tekinn á fyrri þingum RSÍ að veita frekar færri styrki og hafa þá myndarlega. Á þessu ári var sett 500 þúsund til styrktar starfi Rauða krossins vegna hamfaranna við Indlandshaf. Á sambandstjórnafundinum var svo ákveðið að veita 300 þús. kr. styrk til félagsins Hetjanna, sem er stuðningsfélag langveikra barna á Akureyri. Einnig var ákveðið að veita 200 þús. kr. styrk til Mæðrastyrksnefndar á Akureyri. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?