Fréttir frá 2007

12 15. 2007

Norðurál greiðir gangsetningarbónus

Það er venja að álverin greiði starfsmönnum sínum aukabónus vegna þess mikla álags sem er á starfsfólki við gangsetningu á nýjum kerum. Fyrir nokkru lauk gangsetningu á kerjum í stækkum Norðuráls og fyrirtækið greiddi í gær tæplega 54 millj. kr. til starfsmanna í aukabónus. Það er venja að álverin greiði starfsmönnum sínum aukabónus vegna þess mikla álags sem er á starfsfólki við gangsetningu á nýjum kerum. Föstudaginn 14. desember greiddi Norðurál út gangsetningarbónus til þeirra starfsmanna sem voru í starfi hjá fyrirtækinu í nóvember á þessu ári.   Heildarupphæðin var kr  53.700.000,-   Úthlutunarreglur voru þær að fyrir hvern mánuð í starfi á meðan á ræsingu seinasta áfanga stóð voru greiddar rúmar 19.000,- kr. Þar sem þetta ferli tók 5 mánuði þá fékk starfsmaður sem var í starfi hjá fyrirtækinu þann tíma um 96,000.- kr.   Ennfremur fengu þeir sem höfðu 1 árs starfsaldur eða meira tæpar 24.000,- kr í aukagreiðslu þannig að hæst fór upphæðin í kr 119.837,-   Ég vill taka það fram að ofanskráðar úthlutunarreglur giltu um alla starfsmenn sem voru í starfi í nóvember, óháð starfi eða stöðu hjá fyrirtækinu.   Sumarafleysingamenn sem voru í starfi 1 mánuð eða lengur seinasta sumar fengu tæpar 20.000,- kr. í gangsetningarbónus.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?