Fréttir frá 2010

01 13. 2011

Leikreglur kjarasamninga

Oft er þannig til orða tekið að það sé við verkalýðshreyfinguna að sakast að laun að séu lág.

Verkalýðshreyfingin semur ekki við sjálfa sig. Hún semur við samtök atvinnurekenda eða við einstök fyrirtæki. Ég hef aldrei upplifað það að samningamenn verkalýðshreyfingarinnar standi í samningaherbergjum og segi; "Nei nú er nóg komið af launahækkunum.

Alls ekki hærri launatilboð takk fyrir." Ég hef aftur á móti upplifað það við gerð kjarasamninga að samningamenn launamanna rífi hár sitt og skegg og skelli hurðum sakir þess að þeir ná ekki fram þeim launahækkunum sem þeir sækjast eftir.

Samkvæmt landslögum þá er það stjórnarþingmenn á Alþingi sem ákveða bætur í almenna tryggingarkerfinu, ekki verkalýðshreyfingin. Sé litið til ummæla nokkurra ráðherra á undanförnum dögum er eins og þeir hafi ekki áttað sig á þessu.

 

 

Alþingi setti á sínum tíma undir forystu hins merka húnverska bónda Páls Péturssonar þáv. Félagsmálaráðherra lög um gerð kjarasamninga, svonefnd Pálslög. Þar segir að það verði ekki farið í verkföll nema um kjaradeilu sé að ræða og það sé búið að vísa henni til sáttasemjara og hann hafi haldið árangurslausar sáttatilraunir.

 

Þessi lög voru sett af kröfu sjálfstæðismanna þar sem þeim fannst verkalýðsfélögin misnota verkafallsvopnið í pólitískri baráttu. Sjálfsagt höfðu þeir rétt fyrir sér í einhverjum tilfellum, en ástæða til þess að minnast á þetta þegar menn eru áfellast verkalýðsfélögin fyrir að hafa ekki gripið til verkfalla til þess að mótmæla gerðum Alþingis eftir Hrun.

 

Þegar samningamenn í Karphúsinu telja að ekki verði lengra komist, þá verða þeir samkvæmt lögunum að bera samningsdrögin undir viðkomandi félagsmenn. Það eru svo félagsmennirnir sem taka ákvörðun um hvort samningsdrögin séu að þeirra mati ásættanleg, það er ekki samninganefndin sem samþykkir samninginn, þaðan af síður formaður viðkomandi stéttarfélags einhendis, eins og ætla má að sumir telji sé litið framkominna frétta.

Ef félagsmenn samþykkja samningin þá er málið dautt, eins og menn segja í dag. Samninganefndarmenn geta þá ekki haldið áfram kröfugerð í Karphúsinu og stéttarfélögin eru þar með bundin friðarskildu til næstu samninga. Ef félagsmenn aftur á móti fella samningsdrögin þá fyrst geta samninganefndarmenn leitað eftir verkfallsheimildum eða öðru til að þrýsta á um að ná lengra.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?