Björn Ingi Hrafnsson
 


Ljósin slökkt
og filman rúllar

 
 
Saga Félags sýningarmanna við kvikmyndahús
og þróun kvikmyndasýninga á Íslandi frá 1903 til vorra daga

 

Reykjavík, 2003


 

Efnisyfirlit:  
1 Inngangur
2 „Fyritaks lifandi myndir”
3 Reglubundnar sýningar hefjast. Fjalakötturinn, eða Bíó.
4 Fyrsti sýningarmaðurinn. Bíópetersen.
5 Nýtt og fullkomið kvikmyndahús rís. Nýja bíóið samt kallað Gamla Bíó.
6 Samkeppni í bíórekstri. Nýja Bíó.
7 Gaflararnir taka við sér. Hafnarfjarðarbíó, eða Árnabíó.
8 Kvikmyndasýningar á landsbyggðinni.  Bæirnir vildu bíó hafa.
9 Lágmenning á hvíta tjaldinu? Vanþroski og siðspillandi skilaboð
10 Félagið stofnað. Stofnfundurinn á Hótel Borg.
11 Fyrsta stjórnin.
12 Aðstöðu- og réttindaleysi.
13 Barátta fyrir reglugerð um öryggismál.
14 Kröfur um kauptaxta.
15 Þróun kvikmyndasýninga í höfuðborginni.
16 Húsnæðismáli
17 Hluti af stærri heild
18 Fjölsalabíó
19 Inngangan í Rafiðnaðarsambandið.
20 Félagsheimili eða sumarbústaðir?
21 Fer fyrir sýningarmönnum eins og loftskeytamönnum?


 


 
Bíódagurinn var 27. desember síðastliðinn. Salurinn:
 Laugarásbíó. Veðrið: Rok. Skafrenningur. Ískalt. Mættur kl.
 hálfníu. Allt uppselt. Gerði ekkert til því að minn maður hafði
 keypt miða kl. 3 um daginn. Stillti sér í röðina næst á eftir
 óðu unglingsstrákunum sem hlupu við fót þegar hleypt var inn í
 bíóið. Beið þar í hálftíma. Röðin þéttist óðum. Orðið mjög
 heitt. Fór næstum úr axlarlið í troðningnum þegar hleypt var í
 salinn. Bíómenningu Íslendinga virðist ekkert hafa farið fram í  80 ár.
 Og þó. Allir sátu bergnumdir í rúma þrjá tíma og heyrðist varla
 í poppinu. Allir voru komnir í sæti sín þegar myndin hófst.
 Nánast allir eftir hléð. Það var á hárréttum tíma og stað í
 myndinni. Bíórýni þótti vel til fundið af Jóni og Óskari að
 auglýsa hringa í hléinu. Vegna þess að bíórýnir var einn fékk
 hann sæti á besta stað og naut sín til fullnustu. Í stuttu máli
 var þetta bíóferð ársins. Svo gekk hann heim í snjónum og var
 aleinn í hvítri jólakyrrðinni. Alveg eins og á að vera. Aðrir
 dældu út koltvísýringi og misstu af jólakyrrðinni. Þeir um það.
 
Ármann Jakobsson, Múrinn, gamlársdagur 2001
.